tisa: Steri Forever

sunnudagur, janúar 22, 2006

Steri Forever

Sterinn átti afmæli í gær og Tisa óskar henni til hamngju með afmæli, próf og bíl.

Fögnum.
Dönsum.
Syngjum.

Ég er smávegis vonsvikin með útkomu dagsins í dag.
Ég og Ásgerður ákváðum að halda niður í bæ og rölta Laugarveginn á þessum yndislega sunnudegi. Á sandölum og kvartbuxum hljóp ég út í strætóskýli, mér til mikillar mæðu var ég nýbúin að missa af honum.
Þegar við vorum nú loksins komnar niður bæ var auðvitað allt lokað. Í mikilli fýlu héldum við af stað upp í Smáralind, og ég að frjósa í hel í mínum fatnaði, og röltum þar um en keyptum nákvæmlega ekki neitt.

Hlutir sem Tinna keypti á útsölu:
Trópí - 100 kr.

Djöss rip off.



Og afhverju getur þessi snjór ekki drullað sér svo ég geti safnað í mig nægum kjarki til að byrja á ökutímum?



Hafiði tekið eftir því hvað Seltjarnanesið er langt í burtu?


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 17:48

6 comments